Biskup messaði í Grunnavík

Kirkjugestir við krikjuna á Stað í Grunnavík.

Í gær var farin messuferð til Grunnavíkur. Biskup Íslands, sr Agnes Sigurðardóttir, messaði og með í för voru fleiri prestar og guðfræðingar. Auk Agnesar var sr Magnús Erlingsson, sóknarprestur Ísafirði, sr Dalla Þórðardóttir prófastur í Miklabæ í Skagafirði, Kristín Árnadóttir djákni Borðeyri og Hans Guðberg Alferðsson prófastur Garðabæ. Auk þeirra var Agnar Gunnarsson guðfræðingur Miklabæ. Organisti var Judy Tobin.

Sr Magnús þjónaði fyrir altari og meðhjálpari var Agnar Gunnarsson Miklabæ en hann er Bolvíkingur.

Fjölmenni var í messunni og mátti þar þekkja m.a. Smára Haraldsson, Ísafirði og Einar K. Guðfinnsson, Bolungavík.

Að sögn Einars K. Guðfinnssonar var þetta hátíðleg og eftirminnileg stund í fallegu kirkjunni á Stað, sem átthagafélag Grunnvíkinga heldur vel við. Að lokinni messu nutu kirkjugestir glæsilegra veitinga hjá Sigurrós Sigurðardóttur í Sútarabúðum.

Guðfræðingarnir: F.v. Hans Guðberg, Kristín Árnadóttir, Agnes Sigurðardóttir, Magnús Erlingsson, Dalla Þórðardóttir og Agnar Gunnarsson.
Jody Tobin og Hans Guðberg við orgel í Staðarkirkju.
Einar K. las úr ritningunni.
Biskup Íslands í predikunarstólnum.
Sigurrós á Sútarabúðum til vinstri sá um kirkjukaffið.
Smári Haraldsson á æskuslóðum, en hann ólst upp í Grunnavík til 12 ára aldurs.
Um borð í bát Sjóferða á legunni í Grunnavík.
Skipstjóri var Reimar Vilmundarson.

Myndir: Hans Guðberg Alferðsson/aðsendar.

DEILA