Ísafjarðarbær: 54 m.kr. breyting á fjárfestingum í ár

Frá framkvæmdum Skotíþróttafélags Ísafjarðar á Torfnesi.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt til bæjarstjórnar tillögu að breytingum á fjárfestingum ársins. Er lagt til að hækka nokkrar fjárfestingar um 54 m.kr. og lækka framlög til annarra um sömu upphæð.

Liðurinn áhöld og tæki hækkar um 23,2 m.kr. og verður 35,2 m.kr. Er það vegna kaupa á þjonustubifreið fyrir slökkviliðið fyrir 9 m.kr. og tveggja bifreiða fyrir velferðarsvið fyrir 26,2 m.kr. Fyrir voru 12 m.kr. til kaupanna.

Kostnaður Ísafjarðarbæjar við ofanflóðavarnir á Flateyri hækkar um 21,5 m.kr. og verður 51,5 m.kr.

Framlög til íþróttamannvirkja verður 9 m.kr. vegna klósett-, sjónvarps- og blaðamannaaðstöðu á Torfnesi.

Þá hækka framlög vegna hundagerðis um 650 þúsund krónur.

Á móti þessum hækkuðum framlögum lækka framlög til skautasvells á Flateyri um 4 m.kr. þar sem framkvæmdinni er lokið. Jafnframt er endurgerð gangstétta um 10 m.kr. frestað fram á næsta ár og einnig er frestað endurnýjun á tækjum í Áhaldahúsi fyrir 22 m.kr. Loks er lækkaður liðurinn ófyrirséðar framkvæmdir um 18.350.000 kr.

DEILA