Bæjarstjórar á Bíldudal

Þórdís Sif og Arna Lára á Bíldudal. Á morgun taka þær þátt í erfiðri hjólreiðakeppni frá Patreksfirði til Ísafjarðar. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarins besta hitti fyrir á Bíldudal í dag Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ og Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð. Þær voru mættar til þess að taka þátt í hátíðinni Bíldudals grænar baunir sem stendur yfir þessa helgina. Mikið var um að vera í dag og haldnir tónleikar í fimm görðum í þorpinu, undir nafninu í túninu heima. Meðal þeirra sem fram komu var Björn Thoroddsen, gítarleikari en hann er einmitt ættaður frá Bíldudal og verður áfram fyrir vestan með tónleika á morgun, á Þingeyri og í Haukadal.

Fjölmargir sækja Bíldudal heim á grænum baunum og sjá mátti hvert pláss nýtt undir hjólhýsi, fellihýsi og bíla.

Hvert pláss við íþróttahúsið var nýtt.

DEILA