Annska nýr verkefnastjóri miðlunar hjá Vestfjarðastofu

Starf verkefnastjóra miðlunar hjá Vestfjarðastofu var auglýst laust til umsóknar í apríl síðastliðnum. Alls sóttu 19 um starfið og hefur Anna Sigríður Ólafsdóttir (Annska) verið ráðin verkefnastjóri miðlunar hjá Vestfjarðastofu.

Annska er með BA gráðu í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka MA gráðu í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands auk þess að hafa stundað nám í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum.  Annska hefur víðtæka reynslu af miðlun, textaskrifum, verkefna og viðburðastjórnun auk þess að hafa til að bera afbragðs færni í mannlegum samskiptum.

Í fréttatilkynningu frá Vestfjarðastofu segir að Annska þekki Vestfirði vel „bæði sem virkur íbúi, sem leiðsögumaður fyrir ferðamenn um svæðið og sem blaðamaður á Bæjarins og besta og sem ritstjóri ferðablaðisins Vestfirðir og blaðsins List á Vestfjörðum. Hún hefur mikla reynslu af textaskrifum, viðburðastjórnun, samstarfi og teymisvinnu.“

Annska kemur til starfa hjá Vestfjarðastofu í ágúst.

DEILA