Vopnaleit á Ísafirði

Ísafjarðarflugvöllur. Mynd: Ljósmyndasafnið Ísafirði.

Farþegum í flug á morgun frá Ísafirði hefur verið tilkynnt um þeir þurfi að mæta 90 mín fyrir brottför í flug vegna vopnaleitar. Ástæðan eru auknar öryggiskröfur í og við flugvöllinn í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins i Reykjavík.

Segir í skilaboðunum að gera megi ráð fyrir lengri biðtíma i innritun og einnig víðtækum götulokunum i nágrenni við flugvallarsvæðið.

Vísað er svo á nánari upplýsingar á síður lögreglunnar og Isavia varðandi öryggisleit o.fl.

DEILA