Sundabakki: Geirnaglinn bauð best

Frá framkvæmdum við Sundabakka. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Í síðustu viku voru opnuð tilboð í Sundabakka, þekju og lagnir. Fjögur tilboð bárust og var Geirnaglinn ehf á Ísafirði með lægsta tilboðið 264 m.kr. Áætlun Vegagerðarinnar um verktakakostnað var upp á 280. mkr. Tilboð Geirnaglans ehf var því 5,6% undir áætluninni.

Stapafell verktakar ehf., Garðabæ375.142.800134,1111.149
Búaðstoð ehf., Ísafirði349.538.800125,085.545
Keyrt og mokað ehf., Þingeyri283.945.020101,519.951
Áætlaður verktakakostnaður279.703.080100,015.709
Geirnaglinn ehf., Ísafirði263.993.98094,40

Helstu verkþættir eru:

  • Steypa upp 2 stk. rafbúnaðarhús og 4 stk. stöpla undir ljósamöstur, 4 stk tengibrunna
    fyrir tengla og vatnshana og 2 stk tengibrunna fyrir skipatengingar
  • Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn
  • Leggja vatnslögn og koma fyrir vatnsbrunnum
  • Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna síðan undir steypu.
  • Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 6.300 fermetrar.

  • Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2024.
DEILA