Ísafjarðarbær: félagsstarf aldraðra 17% undir áætlun

Blábankinn Þingeyri.

Fyrstu þrjá mánuði ársins varð kostnaður við félagsstarf aldraðra í Ísafjarðarbæ 4,5 m.kr. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 5,4 m.kr. Eru útgjöldin því 17% undir fjárhagsáætlun.

Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ er launakostnaður vegna vinnustofu á Þingeyri og Suðureyri færður undir þennan lið. Jafnframt launakostnaður vegna öldrunarfulltrúa. Allt sem fellur undir félags- og tómstundastarf eldri borgara í Ísafjarðarbæ.

Á síðasta ári voru bókfærðar 27,9 m.kr. á umræddan fjárhagslið. Kostnaður varð 28,6 m.kr. en frá dragast nærri 700 þús kr. tekjur sem skráðar eru sem styrkir eða gjafir. Langstærsti kostnnaðarliðurinn er launakostnaður sem var 16,1 m.kr. Millifærður afnotakostnaður af húsnæði er næststærsti útgjaldaliðurinn 6,6 m.kr.

DEILA