Ferðafélag Ísfirðinga með ferð á Látrabjarg og aðra um Holtsengi

Laugardaginn 8. júní verður Ferðafélag Ísfirðinga með ferð á Látrabjarg.

Farið verður frá Ísafirði kl. 8:00 með einkabílum til Breiðuvíkur.

Rútuferð frá Breiðuvík að Geldingsskorardal. Gengið meðfram Látrabjargi að Bjargtöngum. Þar bíður rútan og flytur fólk til Breiðuvíkur. Matur þar og gisting.
Þátttakendur verða að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com þar sem að þátttakendafjöldi miðast við að 20 manns komist með í ferðina.
Verð fyrir rútufar og svefnpokagistingu í tveggja manna herbergi auglýst síðar. Kvöldmatur ekki innifalinn í verði.
Vegalengd: um 10 km, göngutími: 4-6 klst., hækkun ekki mikil.

Þann 1. júní verður gengið um Holtsengi.

Fararstjórn: Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Mæting kl. 10.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að Holtsbryggju.
Gengið út á þjóðveg og hringinn að veginum að Vöðlum. Gengið til Holtskirkju og endað við Holt Inn.
Sögur sagðar af fólki. Skemmtilegir atburðir úr sögunni rifjaðir upp.
Vegalengd: 6,5 km að Holti (8 km á upphafspunkt). Göngutími: 2-3 klst.

DEILA