Háskólasetur Vestfjarða: aðalfundur á morgun

Aðalfundur fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn föstudaginn 5. maí kl. 14:00.

Fundurinn fer fram í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Gert er ráð fyrir að endurskoðaðir reikningar liggi frammi í Háskólasetri til skoðunar fyrir þá sem þess óska í síðasta lagi
04.05.2023.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla reikninga
3. Fjárhagsáætlun
4. Kosning stjórnarmanna
Stjórn
Formaður fulltrúaráðs
5. Kjör skoðunarmanna eða endurskoðenda
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
7. Tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum
8. Inntaka nýrra aðila
9. Ákvörðun um gjald nýrra aðila
10. Önnur mál

Aðalfundurinn er opinn gestum og verður boðið upp á kaffiveitingar að honum loknum.

Núverandi stjórn Háskólasetursins skipa

  • Elías Jónatansson, formaður stjórnar, forstjóri Orkubús Vestfjarða
  • Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár hjá Veðurstofu Íslands
  • Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
  • Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ og arkítekt hjá Kol & salt
  • Stefán B. Sigurðsson, prófessor emeritus, Háskólinn á Akureyri

Forstöðumaður er Peter Weiss.

DEILA