Fimmtíu milljónir til frjálsra félagasamtaka í náttúruvernd

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur í ár úthlutað rúmlega 51 milljón króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins á grundvelli umsókna. Ráðuneytið hefur veitt frjálsum félagasamtökum sem starfa að umhverfismálum rekstrarstyrki frá árinu 2000.

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála.

Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands fengu samtals um helminginn af því sem úthlutað var

DEILA