Vestfjarðavíkingurinn sameinast Austfjarðatröllinu

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á þann veg að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót: VÍKINGURINN.

Aðal ástæða er skortur á fjármagni; all verulega aukinn kostnaður; og stytting á sýningartíma þátta í sjónvarpi. Sýningar á þáttunum hafa ennfremur dregist fram úr hófi.

Mótshaldarar vilja einbeita sér að einu stóru góðu móti og þar með fáist lengri sýningartíma í sjónvarpi til að skila betri umfjöllun um hvern stað, staðhætti, sögu og annað menningarlegt og að stuðningsaðilar séu um leið vel sýnilegir.

DEILA