Tálknafjörður: þjónustumiðstöð lögð niður

Tálknafjörður.

Sveitarstjórn Tálknafjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja niður þjónunstumiðstöð sveitarfélagsins og ákvað að færa ábyrgð á eftirliti og viðhaldi eigna færð undir eignasjóð með tilheyrandi breytingu í starfsmannahaldi. Hefur verið stofnað starf umsjónarmanns eigna og hafnarvarðar og þau auglýst laust til umsóknar.

Starfsmaðurinn mun annast almenna starfsemi Tálknafjarðarhafnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Sér hann um vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga vegna gjaldtöku á höfninni. Hefur eftirlit með eignum sveitarfélagsins, sinnir léttum viðhaldsverkefnum og kallar til þjónustuaðila eftir því sem við á.

Ágreiningur var um afgreiðslu málsins, greiddu þrír fulltrúar atkvæði með , einn var á móti og einn sat hjá.

Í bókun sveitarstjórnar segir að breytingarnar á starfsemi þjónustumiðstöðvar byggi á áherslum sem samþykktar hafi verið í fjárhagsáætlun 2023-2026 fyrr í vetur.

DEILA