Styrkir til að gróðursetja milljón plöntur

Nýverið var sett á laggirnar verkefni sem kallast Nýmörk og er markmið þess að styrkja gróðursetningu á um einni milljón trjáplantna víðs vegar um landið á næstu fimm árum.

Nýmörk er samstarfsverkefni Pokasjóðs, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Pokasjóður hefur lagt verkefninu til um 150 milljón krónur en Landgræðslan og Skógræktin munu annast utanumhald og faglega vinnu við það. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni þekja fjögur til fimm hundruð hektara.

Einstaklingar og félagasamtök sem hafa yfir að ráða land sem fallið er til skógræktar geta sótt um styrk til plöntukaupa. Stærð lands eru um þrír hektarar til tuttugu hektarar, frístundalóðir eru ekki styrkhæfar, og þarf landið að vera girt og friðað fyrir beit.

DEILA