Merkir Íslendingar – Jón Franklín

Jón Halldór Franklín Franklínsson var fæddur þann 16. apríl 1914 á Ytri-Veðrará í Önundarfirði.

Foreldrar hans voru þau Guðmundur Franklín Guðmundsson búfræðingur, f. 17. feb. 4 1887 á Mýrum í Dýrafirði, d. 13. nóv. 1918 og Jóna Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir, f. 7. ágúst 1892 á Ytri-Veðrará, d. 24. okt. 1930.

Systkini Jóns voru;
Guðmundur Hagalín, f. 28. apríl 1915, d. 15. ágúst sama ár, og Guðrún Ingibjðrg, f. 28. sept. 1916, d. 7. desember sama ár.

Hálfsystkini Jóns sammæðra voru:
Guðmundur Franklín, f. 1921, d. 1990, –  Guðrún Ingibjörg, f. 1922, d.  2005, – Gróa Margrét Hildur, f. 1923, d. 2001, – Haraldur f. 1924, d. 1988, – Oddur Guðmundur, f. 1926, d. 2016 – Stefán, f. 1927, d. 1995 og Ólafur, f. 1930, d. 1994.  Þeirra faðir var Jón Guðmundur Guðmundsson frá Görðum í Önundarfirði, f.,1892, d. 1971.

Jón Franklín var tvíkvæntur;

fyrri kona hans var Anna Lísa Bemdtsson, f. 24. maí 1920 í Gautaborg, d. 4. mars 2008.
Þeirra börn em Guðrún Ingibjörg hjúkrunarfræðingur, f. 6. jan. 1948  og Guðmundur Franklín húsasmiðameistari, f. 19. nóv. 1949, d. 17. September 2015.

Seinni kona Jóns Franklín var Guðmundía G. Bergmann, fædd 25. maí 1925 í Keflavík, d. 8. okt. 1988.
Þeirra börn eru: Sigrún, kennari f. 7. júní 1955,  og Rósamunda,  þroskaþjálfi, f. 31. maí 1957.

Jón Franklín lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík þann 3. júlí 1995.

Útför Jóns Franklíns fór fram frá Bústaðarkirkju þann 12. júlí 1995.

_______________________________________________________________________________

Á útfarardegi Jóns Franklín  þann 12 . júlí 1995 skrifar Þórarinnn H. Andrésson,  tengdasonur hans,  m.a í minningargrein í Morgunblaðinu.

Vestfirðir og Vestfirðingar skipuðu ávallt stóran sess í huga Jóns en þar var hann fæddur og alinn upp á Ytri-Veðrará í Önundarfirði.

Guðmundur Franklín faðir Jóns fór til náms í Hólaskóla og að því loknu til Noregs að afla sér frekari menntunar en veiktist svo af berklum og dó áður en sonur hans hafði náð fjögurra ára aldri.

Jóna Guðrún móðir hans útskrifaðist 1913 sem ljósmóðir úr Ljósmæðraskólanum í Reykjavík, fyrsta árganginum sem þar útskrifaðist. Hún giftist síðar Jóni Guðmundi Guðmundssyni og átti með honum sjö börn en þá var hún einnig smituð af berklum.

Jón ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur á Ytri-Veðrará ásamt tveimur systrum sínum, Gróu og Guðrúnu, hin systkinin voru sett í fóstur.


Segja má að sjómennskan haf hafist hjá Jóni þegar hann var tólf ára gamall, þar sem hann fór á Prufunni, lítilli skektu, að húkka rauðmaga. Þrettán ára fékk hann oft fleiri hundruð rauðmaga yfir fjöruna. Rauðmaginn var svo reyktur og seldur og reyndist góð búbót.

Fimmtán ára kaupir Jón fjögurra rúma bát og lætur setja í hann vél. Næst kemur Mundi, fjögurra lesta fiskibátur en síðan kaupir hann hlut í Svani, fjórtán lesta bát fyrir aleiguna sem var 2.000 krónur sem hann fékk fyrir jarðarpart sem hann hlaut í arf og eina kind sem hét Nótt og alltaf var tvílembd.

Reyndar vildi amma hans að hann menntaði sig fyrir þessa peninga en hann hafði sitt fram með stuðningi afa síns. Afi og amma Jóns voru honum mjög kær og létu allt eftir stráknum.

Þetta var aðeins upphafið að sjómennsku og útgerðarferli Jóns sem hófst með fiskveiðum þar sem hann var fyrst háseti en síðar útgerðarmaður. Hann var m.a. frumkvöðull að tilraunaveiðum við Grænland og líkaði honum það vel við Grænlendinga að hann hugðist gerast innflytjandi og hefja þar rekstur en fékk ekki til þess tilskilin leyfi.

Lengst af ferilsins var Jón í fraktflutningum ýmiss konar um allt land og átti hann 32 skip og báta um lengri eða skemmri tíma. Umsvifín jukust þegar hann tók við Jarlinum, 499 lesta skipi sem hlaut nafnið Suðri, hann átti hann í fimm ár.

Síðan kaupir hann Vestra, 700 lesta skip en það sökk út af Akranesi.

Hann keypti danska skipið Tomas Bjarko sem hafði strandað en náðst út, ýmsar sögur gengu um ástand skipsins en Jón var viss í sinni sök, keypti skipið á átján milljónir, lét gera við það, rak það í nokkur ár undir nafninu Norðri og seldi svo þ.a. hann átti áttatíu milljóna króna afgang eftir að hafa borgað áhvílandi skuldir.

Jón var stórhuga og keypti fleiri skip, Austra, 850 lesta skip, og Ísborgina, 2.600 lesta skip, sem hlaut nafnið Suðri.

Þegar reksturinn fór að ganga erfiðlega, kom best í ljós þrautseigja Jóns og dugnaður, auðséð var að hann ætlaði ekki að láta deigan síga. Síðustu starfsárin starfaði Jón sem vaktmaður um borð í skipum en jafnvel eftir a

hann hafði lent í alvarlegu bílslysi árið 1988 var hann enn að leggja drög að því að kaupa nýtt skip, skoða teikningar af frökturum og reikna út kaupverð þeirra

Fyrir fjórum árum fór Jón í hjartaaðgerð en eftir þá aðgerð lagðist hann inn á sjúkradeild Hrafnistu, þar sem hann dvaldi síðustu árin. Var þetta mikil breyting á lífi manns sem hafði verið mikið á ferðinni og sífellt í viðskiptahugleiðingum.

Þórarinn H. Andrésson.

——————————-




.

DEILA