Hátíðahöldin 1. maí

Frá 1. maí kröfugöngu á Ísafirði 2015. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á Ísafirði verður safnast saman við Alþýðuhúsið og mun kröfugangan leggja af stað þaðan klukkan 14:00 í heiðursfylgd lögreglu og lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Gengið verður að Edinborgarhúsinu þar sem hátíðardagskrá hefst að lokinni göngu.

  • Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur tónlist
  • Auður Alfa Ólafsdóttir heldur ræðu
  • Hjördís Þráinsdóttir og Steingrímur Rúnar Guðmundsson flytja tónlist
  • Kómedíuleikhúsið sýnir barnaleikritið Dimmalimm
  • Eyþór Bjarnason fer með gamanmál

Að lokinni hátíðardagskrá í Edinborg sér Slysavarnardeildin Iðunn um kaffiveitingar í Guðmundarbúð.

Börnum á öllum aldri verður boðið í bíó. Klukkan 14:00 og 16:00 verður barnamyndin Magnús hinn magnaði sýnd í Ísafjarðarbíói, en klukkan 20:00 verður sýnd myndin AIR: Courting a legend. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá á Suðureyri

  • Kl. 14:00  Kröfuganga frá Brekkukoti
  • Kl. 14:30  Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar
  • Kl. 15:00  Hátíðardagskrá í Félagsheimili Súgfirðinga, en þar verður boðið upp á kaffiveitingar undir ávarpi og tónlistarflutningi.

Dagskrá á Patreksfirði

Boðið verður í bíó í Skjaldborgarbíói klukkan 16:00. Sýnd verður myndin Magnús hinn magnaði og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin í Bolungavík

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður bæjarbúum í kaffi og meðlæti þann 1. maí 2023 kl. 14:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

8. og 9. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur og foreldrar þeirra sjá um veitingar.  Tónlistaratriði í boði Tónlistarskóla Bolungarvíkur.

DEILA