Gefum íslenskunni sjéns – Ísafjarðarbær áfram samstarfsaðili

Háskólasetur Vestfjarða hefur óskað eftir því við Ísafjarðarbæ að sveitarfélagið verði áfram samstarfsaðili að átaki um íslenskuvænt samfélag, sem í ár gengur undir nafninu „Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag“.

Átakið hófst í fyrra , en þá undir nafninu íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar. Það hófst í maí og stoð fram að degi íslenskrar tungu í nóvember. Það því stóðu Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafjarðarbær og RKÍ, Ísafjarðardeild.

Verkefnið hefur fengið styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og því útséð um að það mun halda áfram og er óskað eftir því að þeir sem að því stóðu haldi áfram.

Engin fjárhagsleg skuldbinding felst í aðildinni en er stuðningsyfirlýsing við verkefnið.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnaði verkefninu „Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag“ og samþykkti að Ísafjarðarbær verði áfram samstarfsaðili Háskólaseturs Vestfjarða vegna þess. 

DEILA