Bolungavík: Verbúðin orðin að veruleika

Í tilefni af formlegri opnun Verbúðarinnar pub eru bolvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir landsmenn boðnir sérstaklega velkomnir til að fagna þessum tímamótum saman, á skírdag, fimmtudaginn 6. apríl frá kl. 17.

Í tilefni dagsins mun hanastéls meistarinn Gunnar Ingi Hrafnsson hrista fram sígildar unaðsveigar í bland við nýjar eins og honum einum er lagið. Drykkirnir verða að sjálfsögðu á tilboðsverði, enda vilja stofnendur Verbúðarinnar leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hamfaraverðbólgunni.

Verbúðin er hugmynd vaskra vestfirðinga sem allir voru sammála um að öldurhús væri hornsteinn menningar í samfélagi manna, en áþreifanlegur skortur hefur verið á slíkri starfsemi með þessu fyrirkomulagi í Bolungarvík um langt skeið. 

Ásýnd og ímynd Verbúðarinnar er sótt í rætur Bolungarvíkur, sjálfa sjómennskuna til heiðurs þeim hetjum hafsins sem markað hafa spor sín í þessum grunnatvinnuvegi landsins.

Vilja stofnendur nota tækifærið til að koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg og kallast með réttu velunnarar Verbúðarinnar. 

Opnunartímar og viðburðir um páskana!

Miðvikudagur

17:00 – 00.00

Gleðistund (Happy hour) til kl 22

kl 21:00 Uppistand með Eyþóri Bjarnasyni. Mikið af nýju efni og allskonar kúnstir og hver veit nema að leynigestur láti sjá sig.

Miðaverð er 2.000 kr og miðapantanir eru í síma 847-8113 eða eythorbjarna@gmail.com

Fimmtudagur – Skírdagur

17:00 – 00.00

Formleg opnun Verbúðarinnar

Hanastél á tilboðsverði

Jötunn átvagn verður á staðnum með mat fram eftir kvöldi

Hanastélsmeistarinn Gunnar Ingi kemur, hristir og hrærir frá kl 17:00 

Gleðistund (Happy hour) til kl 20

Föstudagurinn langi

17:00 – 00.00

Gleðistund (Happy hour) til kl 20

Laugardagur

17:00 – 00.00

Gleðistund (Happy hour) til kl 20

Sunnudagur – Páskadagur

Lokað

DEILA