Ásgarður / Dalbær

Ásgarður

Í landi Bæja reisti Ungmennafélagið Ísafold, sem stofnað var 1936, samkomuhúsið Ásgarð og var það vígt árið 1940.

Húsið var byggt úr rekavið af Ströndum og var með tveimur torfveggjum. Nú, áríð 2006, stendur aðeins strompurinn eftir, en nýtt samkomuhús var reist við hliðina árið 1973 og nefnt Dalbær.

Á sjávarkambinum fyrir neðan Unaðsdal var á þriðja og fjórða áratugnum skúr sem Helgi Guðmundsson gaf ungmennafélaginu Framför og voru þar færðir upp leikþættir, dansað og sungið. Ingvar Ásgeirsson innréttaði skúrinn sem var rifinn þegar hann var orðinn lélegur og ónothæfur á fjórða áratugnum. Samkomuhúsið Ásgarður var reist nokkru síðar og kom þangað um árabil fólk víða að á dansleiki, m.a. gangandi úr Jökulfjörðum.

Af www.snjafjallasetur.is

DEILA