Tálknafjörður frestar afgreiðslu á samningi um samstarf um velferðarþjónustu

Sveitarstjórn tók fyrir á síðasta fundi sínum 14. mars öðru sinni tillögu starfshóps um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum um að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við
fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag.

Málið var tekið til fyrri umræðu á fundi 28. febrúar sl. og þá var samþykkt að fara í samstarfið þó þannig að í samningnum verði ákvæði um árlega endurskoðun hans. Segir í bókun sveitarstjórnar að „Sveitarstjórn leggur áherslu á að verklag, verkferlar og umsýsla í tengslum við málaflokkana sé eins skýr og auðið er við upphaf þjónustunnar,
sem og aðkoma aðildar sveitarfélaganna. Enn fremur telur sveitarstjórn mikilvægt að samningurinn milli sveitarfélaganna verði endurskoðaður innan árs frá gildistöku hans og árlega í framhaldi af því.“

Á síðari fundinum , 14. mars þar sem málið var til endanlegrar afgreiðslu var hins vegar aðeins bókað:

„Eftir umræður var samþykkt samhljóða að fresta síðari umræðu til fundar sveitarstjórnar sem fer fram 28.03.2023.“