Súðavík: 228 tonna byggðakvóti

Súðavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Byggðakvóti til Súðavíkur fyrir yfirstandandi fiskveiðiár eru 75 tonn en óveitt eru 153 tonn frá fyrri úthlutunum. Samtals eru því til skiptanna nú 228 tonn mælt í þorskígildum.

Sveitarstjórn Súðavíkur leggur til við ráðuneytið að kvótanum verði úthlutað á eftirfarandi hátt:

  1. Flokkur frístundabáta 85 þorskígildistonn með heimild til að jafna milli báta innan sömu útgerðar án hámarks á hvern bát.
  2. Krókabátar/krókaflamarksbátar skráðir í Súðavík 1. júlí 2022 fái 64 þorskígildistonn en hámark 16 tonn á bát.
  3. Flokkur báta/skipa yfir 100 brl. fái úthlutað 79 tonn.
  4. Ef einhverju verður óráðstafað af byggðakvóta í flokk 2 skal því úthlutað til flokka 1 og 3 í jöfnum hlutföllum.

Víkja má frá skilyrðum um skráða heimahöfn miðað við 1. júlí 2022 ef veigamiklar og málefnalegar ástæður eru því til grundvallar. Undanþága frá skráningu skal háð samþykki sveitarstjórnar. Gildir það hvort sem um er að ræða í krókaflamarkskerfi eða öðrum kerfum. Jafnframt skulu skip og bátar vera í eigu einstaklinga eða lögaðila sem hafa skráð heimilisfang í Súðavíkurhreppi miðað við einstaklinga í þjóðskrá og lögaðila samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Öllum byggðarkvóta og mótframlagi skal landað í Súðavíkurhöfn og ber að merkja sérstaklega byggðakvóta og tilkynna við löndun.

Byggðarkvóta er úthlutað “tonn á móti tonni“ sbr. skilgreiningu gildandi reglugerðar um byggðakvóta, við úthlutun þarf að leggja fram mótframlag á móti úthlutun innan fiskveiðiársins

DEILA