Hvest: mikil fjölgun sjúkraflutninga

Sjúkrahúsið á Patreksfirði.

Sjúkraflutningum fjölgaði verulega á síðasta ári en þeim hafði fækkað heldur í covid 19. Þeir urðu nærri 900 en höfðu verið liðlega 600 árið áður og rúmlega 500 árið 2020. Langflestir flutninganna voru til Ísafjarðar og um 100 til Patreksfjarðar.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem kynnt var í vikunni.

Í ársskýrslunni var einnig birt yfirlit yfir kolefnisspor stofnunarinnar. Þar tekur flugið 89% af kolefnissporinu. Langstærstur hlutinn er vegna sjúkraflugsins eða 84% og 5% vegna notkunar á innanlandsfluginu. Samanlagt eru flutningar á sjúkrlingum ástæðan fyrir nær öllu kolefnissporinu. Í þriðja sæti er notkun á díselolíu sem skýrir rúmlga 4% af sporinu. Magntölur voru ekki birtar.

Kolefnisspor Hvest 2022.

DEILA