Flateyri: ofanflóðavarnir þurfa að fara í aðalskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að fyrirhugaðar ofanflóðavarnir á Flateyri fari í auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi. Áður hafði skipulags- og mannvirkjanefnd ákveðið að breytingin væri óveruleg sem þýðir að mun skemmtri tíma tekur að fá afgreidda breytingu á aðalskipulagi sem heimili framkvæmdirnar.

Að sögn upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar hafa borist upplýsingar um að Skipulagsstofnun myndi ekki samþykkja óverulega breytingu en formleg skrifleg niðurstaða hefur ekki borist frá stofnuninni og var því ekki hægt a fá afrit af ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Fyrirhuguð styrking snjóflóðavarnargarðanna felst í að:
Reistar verði þrjár keiluraðir, samtals 27 keilur, ofan núverandi leiðigarða til þess að draga úr flóðhraða í bæði iðufaldi og þéttum kjarna áður en flóð lendir á leiðigarði og aðskilja iðufald og þéttan kjarna í flóði.
Þvergarður milli leiðigarða verði hækkaður og endurbyggður brattur með lítillega breyttri legu, til þess að draga úr hættu á yfirflæði stórra snjóflóða.
Móta flóðrás út frá Skollahvilftargarði, til þess að auka virka hæð garðsins og tryggja óhindrað rennsli snjóflóða út í sjó.
Efla vesturhlið fleygs ofan Sólbakka (eystri leiðigarður)
.
Byggja lágan en brattan leiðigarð ofan hafnar til þess að beina flóðum frá höfn (vestari leiðigarður).

Hafnarsvæðið verður varið með keilum ofan vegar. Til viðbótar verður reistur 5-7 m hár og brattur hafnargarður til þess að beina flóðstraum frá Skollahvilftargarði frá höfn.

DEILA