Skíði: Bikarmót á Ísafirði um helgina

Um helgina verður haldið Bikarmót í skíðagöngu á Ísafirði. Mótið fer fram á Seljalandsdal en keppt verður í þremur greinum, sprettgöngu, hefðbundinni göngu og frjálsri aðgerð. Keppt er í aldursflokkunum 15-16 ára og 17 ára og eldri en mótið sækja keppendur frá öllum helstu skíðafélögum landsins.

Skíðafélag Ísfirðinga á sterkan hóp á mótinu og við viljum hvetja alla til þess að koma og styðja keppendurna.

DEILA