Ráðherra fær fyrsta staurinn

Börkur Smári Kristinsson hjá Pure North afhendir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrsta girðingarstólpa landsins sem endurunninn er úr heyrúlluplasti

Fyrir tveimur árum var undirritaður samstarfssamningur milli Pure North Recycling, Bændasamtakanna, Skaftárhrepps og Sorpsamlags Strandasýslu um innlenda endurvinnslu á heyrúlluplasti.

Samstarfið hefur þann tilgang að auka innlenda endurvinnslu sem mun leiða af sér innlenda verðmætasköpun, aukna nýsköpun og minni umhverfisáhrif vegna úrgangsmeðhöndlunar. Samstarfið er því mikilvægt innlegg í uppbyggingu hringrásarhagkerfisins.

Núna er verkefnið á tímamótum sem sýnir hringrásarhagkerfið í sinni skýrustu mynd. Það er einstakt að ná að loka hringrásinni innan sömu starfsgreinar, þ.e. með landbúnaðarplasti frá bændum sem verður að girðingastaurum.

Ekki skemmir að þessir staurar eru líklega umhverfisvænustu staurar sem framleiddir eru í heiminum í dag

DEILA