Nafnasamkeppni um hús íslenskunnar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands efna til nafnasamkeppni um nafn á nýju húsi íslenskunnar sem opnar í vor.

Húsið mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ríkið mun fá húsið afhent nú í febrúar en það mun opna formlega þann 19. apríl næstkomandi.

Áður en húsið opnar þarf að finna því nafn og ákváðu menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands að efna til nafnasamkeppni meðal almennings.

Hægt er að skila inn tillögum að nafni á húsið á vef Árnastofnunar.

Samkeppnin stendur yfir út febrúar og í kjölfarið mun nefnd fara yfir tillögurnar og velja þá bestu.

Nafnið verður svo afhjúpað við formlega opnun hússins þann 19. apríl og sigurvegarar nafnasamkeppninnar hljóta viðurkenningu.

DEILA