Merkir Íslendingar – Páll Janus Þórðarson

Páll Janus Þórðarson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð þann 23. febrúar 1925.

Foreldrar:
 Þórður Maríasson, f. 1896, d. 1992, og Guðmundína Margrét Sveinbjörnsdóttir, f. 1901, d. 1987.


Systkin: Marías, f. 5. mars 1923,  – Elías, f. 27. mars 1928,  –  Marías, f. 27. mars 1928. – Marías, f. 1930, – Elísabet, f. 1932,  – Björgvin, f. 1934,  – Guðrún, f. 1942.

Páll Janus kvæntist þann 31. desember 1947 Sigrúnu Þorleifsdóttur frá Siglufirði, f. 16. apríl 1926 – dáin þann 13. júní 2015.  Foreldrar Sigrúnar voru Þorleifur Sigurðsson, f. 1897, d. 1986, og Soffía Davíðsdóttir, f. 1904, d. 1981.

Börn Páls Janusar og Sigrúnar:
1) Þorleifur, f. 1945,

2) Þórður, f. 1948,

 3) Hilmar, f. 1952,

4) Sigrún, f. 1956,

Páll Janus fór snemma til sjós, fyrst á smærri bátum og síðan á togurum og eðlilegt að leið hans lægi í Stýrimannaskólann í Reykjavík þar sem hann lauk fiskimannaprófi með fullum réttindum og hæstu einkunn 1948.

Fljótlega lá leiðin heim til Súgandafjarðar þar sem hann stundaði sjómennsku, sem stýrimaður og skipstjóri við eigin útgerð og annarra. Páll Janus starfaði við fiskvinnslu og útgerð meginhluta ævi sinnar, sem verkstjóri og framkvæmdastjóri í Súgandafirði, á Flateyri og Sauðárkróki.

Árið 1975 flutti hann til Reykjavíkur og hóf þá störf á umbúðalager Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og starfaði þar til 70 ára aldurs er hann settist í helgan stein eins og mælt er.

Páll Janus og Sigrún fluttu til Ísafjarðar síðla árs 2005 og bjuggu á Hlíf II, íbúðum aldraðra.

Páll Janus var mikill ljóðamaður og hagyrðingur og samdi fjölda ljóða og gamanmála, sem mikið voru notuð við hátíðleg tækifæri bæði í Súgandafirði, á Sauðárkróki, Flateyri og víðar. Hann gaf út eina ljóðabók ,,Geislabrot“, sem kom út 1989. Hann unni leiklist mjög og eru þau fjölmörg leikritin sem hann tók þátt í að flytja sem áhugamaður. Hann lét sér annt um málefni þeirra sveitarfélaga er hann bjó í og tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum.

Páll Janus Þórðarson  lést á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði þann 1. apríl 2010.

Útför Páls Janusar fór fram frá Ísafjarðarkirkju í 10. apríl 2010.

DEILA