Góufagnaður á Suðureyri

Laugardaginn 18. febrúar 2023 halda karlar í Súgandafirði góublót að gömlum súgfirskum sið í Félagsheimili Súgfirðinga. Húsið verður opnað kl. 19:30 með fordrykk. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20.00. Að loknu borðhaldi verða sýnd skemmtiatriði og þegar þeim lýkur verður stiginn dans til kl. 03:00 eftir miðnætti. Stórsveitin Óðríki leikur fyrir dansi.

Hér er hægt að panta miða https://docs.google.com/…/1FAIpQLSdnOv5BmJwAs4…/viewform

Að sög Óðins Gestssonar , eins af aðstandendum fagnaðarins sér fyrir endann á endurnýjun starfsleyfisins og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gera rekstrarsamningin við Hollvini Félagsaheimilisins til næstu 10 ára. Þá bætti hann því við að allir þeir sem ekki komast á blót í nágrannabyggðalögunum vegna einhverra sérreglna um aðgengi eru velkomnir á góufagnaðinn.

DEILA