Vísindaportið: Architecture as visual oceanography

Vísindaport – Arkitektúr, aktívismi og sjónræn haffræði

Föstudaginn 13. janúar mun Sigrún Perla Gísladóttir flytja erindið Arkitektúr, aktívismi og sjónræn haffræðií Vísindaporti.

Sigrún Perla Gísladóttir sýnir og segir frá lokaverkefni sínu og Ditte Horsbøl Sørensen frá sjálfbærnideild Arkitektúrskólans í Árósum. Verkefnið “Inhabiting the Roof Archipelago” er hamfaraútópía teiknuð inn í heim þar sem sjávarborð hefur risið, húsin orðin að eyjum og þök þeirra eina landið sem er eftir. Plastið í sjónum jafnframt lifibrauð íbúa og byggingarefni borgarinnar. Þá mun Perla stikla á stóru um skapandi feril sem fléttar saman haffræði, arkitektúr, gjörningalist, siglingum og aktívisma. 

Sigrún Perla Gísladóttir (hún/hán) vinnur þvert á listir og vísindi með hafið við sjónarrönd alltaf. Milli grunn- og framhaldsnáms í sjálfbærniarkitektúr lauk hún viðbótardiplómu í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á haffræði og vistfræði sjávar. Líkamlegar upplifanir eiga kjarnann í vinnu Perlu sem syndir í sjó og siglir, – er við að verða skipstjóri.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/5GmZircs8  Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439

DEILA