Uppskrift vikunnar – Kjúklingasalat

Eftir jólasukkið ef það má orða það þannig finnst mér gott að hafa eitthvað ferskt en samt freistandi á borðum. Þetta kjúklingasalat er mjög gott og seðjandi.

Innihald:

4 Kjúklingabringur
Kjúklingakrydd (mér finnst best frá Pottagöldrum)
BBQ honey mustard sósa eða sú sósa sem ykkur finnst góð.
1 poki klettasalat
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 rauðlaukur
1/2 agúrka
1 Avocadó og/eða 1 mangó
100 g Ristaðar furuhnetur
1/2-1 krukka fetaostur (eftir smekk og auðvitað frá Örnu)
1 askja jarðaber
Tortilla flögur

Salatdressing:
1 dl olía
1/2 dl balsamic edik
1/2 dl dijon sinnep
1 dl hlynsíróp
1 hvítlauksgeiri, pressaður

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í litla munnbita og steiktið á pönnu. Kryddið með kjúklingakryddi og þegar kjötið hefur “lokast” er sósunni hellt út á pönnuna og kjúklingurinn látinn malla í henni þar til hann er eldaður í gegn.

  1. Skerið grænmetið í hæfilega bita og raðið á disk.
  2. Hellið kjúklingum yfir og stráið ostinum og furuhnetunum yfir allt. Endið á muldum nachosflögum.
  3. Gerið sósuna með því að hræra öll hráefnin vel saman og berið hana fram með salatinu þannig að hver geti skammtað sér að vild.

Auðvitað eins og með allar salat og svona bras uppskriftir er auðvitað um að gera að nota bara það sem ykkur finnst best og fikra sig áfram.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.