Samgöngustofa textar mynd um andlegt álag á sjó

Rétt fyrir jól var íslenskur texti settur á fræðslumynd Háskólans í Cardiff í Wales um andlegt álag á sjó „Seafarers fatique“.

Myndin er búin að vera aðgengileg á Youtube á ensku og að frumkvæði Samgöngustofu var ákveðið að höfðu samráði við Slysavarnaskóla sjómanna að láta útbúa íslenskan texta.

Í myndinni eru tekin viðtöl við sérfræðinga sem rannsakað hafa þessi mál og gefa þeir innsýn hvernig þessi mál hafa orðið meira áberandi um allan heim á síðustu árum.

Einnig má geta þess að rannsóknir hafa verið gerðar á þessu málum hér á Íslandi og eru til þrjár skýrslursem eru aðgengilegar á vef Samgöngustofu.

https://youtu.be/ua-ppReV684
DEILA