MERKIR ÍSLENDINGAR – HJÖRTUR HJARTAR

Hjörtur Hjartar fæddist þann 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. 
Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.

Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936.

Hjörtur Hjartar varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952.

Hjörtur Hjartar tók árið 1953 við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.

Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963.
Hjörtur sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár.

Hjörtur átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.

Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga; – í V.-Ísafjarðarsýslu,  – á Siglufirði og – í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.

Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út árið 1984.

Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir.
Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.

Hjörtur Hjartar lést þann 14. janúar 1993.

DEILA