Upplestur á Bókasafninu Ísafirði

Laugardaginn 3. desember kl. 12:00 mun Sigmundur Ernir Rúnarsson lesa úr bók sinni Spítalastelpan, æviminningar Vinsý sem veiktist sem ungbarn af berklum og var send frá Strandasýslu á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem hún bjó í mörg ár. Sjúkrahúsið er sögusviðið og kemur aftur síðar við sögu í hennar lífi.

Boðið er upp á kaffi og smákökur.

DEILA