Mannamót – ferðasýning landsbyggðarinnar

Mannamót markaðsstofa landshlutanna fara fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar 2023 frá klukkan 12 til 17.

Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í ferðaþjónustu og fjölmörgum fagaðilum sem koma á Mannamót. Mannamót eru fjölmennasta ferðasýning landsins þar sem hátt í þúsund manns hafa mætt og eru þau kjörinn vettvangur fyrir fólk sem starfar í ferðaþjónustu til að kynna starfsemi sína og mynda tengsl við aðra í geiranum.

Nú er opið fyrir skráningar sýnenda og gesta. Sýnendur hafa verið um 250 talsins og er takmarkað pláss, en skráningu sýnenda lýkur þann 20. desember.

Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti en þeir eru beðnir um að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann.

Hlekkur á skráningu sýnenda: https://www.markadsstofur.is/skraning-synenda

Hlekkur á skráningu gesta: https://www.markadsstofur.is/skraning-gesta

DEILA