Dúettinn Kind gefur út Jólahugvekjur

Dúettinn KIND, sem samanstendur af Ólafi Guðsteini Kristjánssyni og Friðriki Atlasyni, var að gefa út geisladiskinn Jólahugvekjur. Þar fer Ólafur með hugvekjur sem fjalla allar á einhvern hátt um jólin. Friðrik leikur undir á hin ýmsu hljóðfæri og forritar alla tónlist. Upphaflega komu Jólahugvekjurnar út á Youtube 2020. Hugmyndin að þessu var sú að gefa út eina Jólahugvekju á dag þá daga sem jólasveinarnir koma til byggða og gefa börnum í skó. Ólafur sem bjó í Zagreb á þessum tíma, samdi hugvekju, las hana inn á band og sendi hljóðskrá til Friðriks sem bjó til tónverk utan um hana og setti inn myndband inn á Youtube og þetta fengu þeir er vildu í skóinn fyrir þessi jól. Og nú tveimur árum seinna eru Jólahugvekjurnar komnar á geisladisk.

Þess má svo til gamans geta að þeir félagar gerðu á árum áður garðinn frægan með hljómsveitunum Örkuml, Óskalögum sjúklinga, Skátum og fleiri sveitum.

Geisladiskurinn fæst í Lucky Records, hjá Smekkleysu og í 12 Tónum. 

Einnig er hægt að panta disk hér í skilaboðum að neðan, í einkaskilaboðum á messenger og á netfanginu fatlason@gmail.com.

Alls staðar sama verð, kr. 2000,- auk sendingarkostnaðar út á land eða út í lönd.

DEILA