Veiðileysuháls: kynningarfundur í dag á nýjum vegi

Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar-innar: Strandavegur (643) um Veiðileysuháls, Kráká-Kjósará í Árneshreppi, verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14:00. Kynningunni verður streymt.


Streymislinkur: https://livestream.com/accounts/5108236/events/10687699

Markmið framkvæmdanna er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Nýr vegur verður með bundnu slitlagi (klæðingu) og uppbyggður með tilliti til snjóa. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpavíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður.

Vegagerðin hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Skýrsluna má finna á vefjum Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnuna. Skýrslan liggur frammi til kynningar til 14. desember nk. Auk þess að vera aðgengileg á vefnum er hana að finna hjá Verzlunarfjelagi Árneshrepps, Norðurfirði.

Um er að ræða 11,6 km langan veg frá Kráku í Veiðileysu yfir hálsinn og niður í Reykjarfjörðinn að Djúpuvík í gegnum byggðina þar og endar í Kjósarvík innst í Reykjarfirðinum. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna er 3.400-3.720 millj. kr. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2024.

Kynningarfundurinn er liður í kynningu skýrslunnar og verður á fundinum farið yfir efni hennar.

Hægt verður að senda inn fyrirspurnir á síðunni sli.do eða slido.com með því að slá inn #strandavegur

DEILA