Tendrun jólaljósa í Vesturbyggð

Kveikt verður á ljósum jólatrjánna í Vesturbyggð dagana 29. og 30. nóvember. Að því tilefni er bæjarbúum boðið að koma og fá sér heitt kakó, hlusta á börnin syngja og dansa í kringum jólatréð. Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri mun tendra ljósin á báðum stöðum. Að dagskrá lokinni býður Vesturbyggð öllum í Skjaldborgarbíó að sjá teiknimyndina Strange World.

Bíldudalur:

Tendrunin verður þriðjudaginn 29. nóvember kl. 16:30 við Baldurshaga.

Patreksfjörður:

Tendrunin verður miðvikudaginn 30. nóvember kl. 16:30 á Friðþjófstorgi.

DEILA