Sjón gleraugnaverslun: viljum veita sem besta þjónustu

Sjón gleraugnaverslun hefur verið starfandi frá 1999 , fyrst í miðbænum en fluttu svo í stærra og betra húsnæði í Glæsibænum. Markús Klinger sjóntækjafræðingur, eigandi fyrirtækisins, segir að fljótlega hafi verið farið að veita þjónustu út á landi og fara með sjónmælingartæki svo að fólk þurfi ekki að koma til Reykjavíkur til að fá þessa sjálfsögðu þjónustu. Hann segir að vel hafi verið tekið á móti þeim á Ísafirði. „Það er alltaf tekið ótrúlega vel á móti okkur og við gerum okkar besta til að þjónusta alla sem leita til okkar eins vel og hægt er.“

Markus er fæddur í Austurríki en kom fyrst til Íslands árið 1988 og flutti árið 1998 alfarið til Íslands.

Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að þjónusta Ísfirðinga áfram svarar hann „Það held ég nú. Við stefnum að því að koma reglulega á Ísafjörð enda alltaf vel á móti okkur. Þetta er auðvitað mikilvæg þjónusta sem við viljum veita og við komum vonandi bara oftar.“

Næst verða fulltrúar Sjón í Edinborgarhúsinu þriðjudaginn 22. nóvember frá klukkan 10:00-18:00 og miðvikudaginn 23. nóvember frá 10:00 – 18:00. „Fólk þarf að panta tíma í sjónmælingu svo við getum veitt öllum sem besta þjónustu. Það er best að hringja í síma 511-6699 og panta tímanlega til að vera örugg með að fá tíma.“

Markús leggur áherslu á að veita góða þjónustu og leysa mál hvers viðskiptavinar. „Við verðum auðvitað með allskonar frábær tilboð eins og 35% afslátt fyrir alla yfir 60 ára og öryrkja og allt námsfólk fær 30% afslátt hjá okkur.“

DEILA