Ráðstefnan – Alveg sjálfsagt

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til ráðstefnunnar Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans mánudaginn 5. desember kl. 12:00–15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um störf sjálfboðaliða og áskoranir hjá samtökum sem reiða sig á störf þeirra.

Opnað hefur verið fyrir skráningar og kemst takmarkaður fjöldi að.

Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Ráðstefnan er ókeypis og eru allir velkomnir. Beint streymi verður ekki frá ráðstefnunni en gert er ráð fyrir að hún verði tekin upp og gerð aðgengilegt í framhaldinu.

Hér geturðu skráð þig og fleiri á ráðstefnuna