Kvenfélagið Hvöt: kolaport um helgina

Nú er aðventan að ganga í garð og loksins komið að því eftir langt 3 ára hlé að kvenfélagið Hvöt muni halda hinn árlegi markað. Hann verður að venju haldinn í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Opið verður bæði laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. nóvember frá 14:00 til 17:00.

Eins og kvenfélagskonum einum er lagið verður hið margrómaða hnallþóru borð vel útilátið í ár ásamt öðru góðgæti. Síldin verður einnig til sölu eins og venjulega og verður hægt að grípa með henni heimabakað rúgbrauð. Á kolaportinu verður að vanda hægt að gera mjög góð kaup því ekki mun skorta úrval af notuðum fatnaði, skóm, húsbúnaði og leikföngum sem selt verður á slikk. Á kaffihúsinu verða seldar vöfflur og heitt súkkulaði.
Þessi fjáröflun er ein stærsta fjáröflun sem kvenfélagið Hvöt stendur fyrir og rennur allur ágóði til góðgerðarmála.

DEILA