Jólahappadrættið Línan 50 ára – á morgun laugardag

Árið 1972 fóru konur í Slysavarnardeildinni Iðunni til Noregs með sínum mönnum sem voru þá að sækja fyrsta Júllann sem var þar í smíðum. Þar uppgötvuðu þær Línuna hjá Hvítasunnukonum. Þetta þótti góð hugmynd fyrir deildina sem fjáröflun og ákveðið var að færa hugmyndina heim.

Nú hefur Línan starfað í 50 ár og slysavarnakonur lagt mikla vinnu í gerð vinninga sem hafa verið hver öðrum glæsilegri.

Í tilefni af þessum áfanga vill Slysavarnadeildin Iðunn bjóða gestum að koma og fagna með félögum, laugardaginn 12. nóvember kl. 14–16 í Guðmundarbúð. Slysavarnakonur verða á staðnum til að sýna vinninga og starfsemi deildarinnar.

Kaffi verður á könnunni ásamt því að hægt verður að kaupa Línu í forsölu.

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur.

Slysavarnakonur.

DEILA