Coerver Coaching með knattspyrnunámskeið á Torfnesi um helgina

Coerver Coaching verður með knattspyrnunámskeið á gervigrasvelinum á Torfnesi á Ísafirði 19.-20. nóv. Námskeiðið er fyrir öll börn fædd 2009-2016.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Iðkendur f. 2013-2016

Laugardag og sunnudag kl. 10.00-13.00

Iðkendur f. 2009-2012

Laugardag og sunnudag kl. 13.30-16.30

Verð er kr. 10.000 og skráning fer fram í sportabler eða á heidar.torleifsson@coerver.is

Um síðustu helgi 11.-13. nóvember sl tók Coerver Coaching á Íslandi þátt í knattspyrnumóti í Helsingborg í Svíþjóð.

Um er að ræða mót sem Coerver Coaching á Norðurlöndum heldur í samstarfi við samstarfélög á Norðulöndum og nefnist Coerver Cup og er fyrir börn fædd 2008-2010.

Þátttökulið voru iðkendur Coerver Coaching frá Noregi, Svíþjóð, Skotlandi og Íslandi.

Einnig voru fjölmörg samstarfsfélög Coerver Coaching frá Danmerku, Noregi, Svíþjóð og Skotlandi sem tóku þátt.

Leikið var bæði í drengja og stúlknaflokki.

Coerver Iceland fór með 17 leikmenn til Svíþjóðar, 15 drengi og tvær stúlkur. Leikmennirnir frá Íslandi komu víðsvegar að af landinu m.a. frá Höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Akureyri og Fjarðarbyggð.

Það sem leikmennirnir höfðu sameiginlegt var að hafa stundað námskeið Coerver Coaching í gegnum árin. Að öðru leiti þekktust börnin ekki fyrir ferðina nema þau sem komu frá sama félagi.

Í leikstíl Coerver Coaching er m.a. lögð áhersla á eftirfarandi atriði.

Hafa stjórn á leiknum með því að vera með boltann. Sýna frumkvæði, sköpunargleði og gott hugarfar. Vinna boltann strax aftur ef hann tapast. Horfa á leikstöður og bregðast við.

Coerver Coaching virðir sigur en aldrei meira en gott hugarfar og frammistöðu.

DEILA