Bolungavík: fjöllistahópurinn Rauða klaustrið sýnir (90)210 Garðabæ

Fjöllistahópurinn Rauða klaustrið í Bolungavík æfir nú leikritið (90)210 Garðabæ eftir Heiðar Sumarlíðason. Leikstjórar eru Sóley Sigríður Júlía Frost og Sigurvaldi Kári Björnsson. Æfingar hófust í september í gömlu heilsugæslustöðinni en færðust svo í Félagsheimilið. Frumsýning verður föstudaginn 2. desember í Félagsheimili Bolungavíkur.

Söguþráður:

Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.

DEILA