Piff hátíðin hefur stórt hjarta

„Viva il cinema“, sagði Hermann Weiskopf einn af kvikmyndagerðarmönnunum sem tóku þátt í Piff (Pigeon International Film Festival) um helgina. Sem myndi útleggjast á íslensku sem lifi bíóið. „Þetta er kannski ekki stærsta hátíð í heimi en hún hefur stórt, stórt hjarta,“ bætti hann við. Fjöldi erlendra sem og innlendra kvikmyndagerðarmanna kom til Ísafjarðar til að taka þátt í hátíðinni sem var nú haldin í annað sinn á Ísafirði og Súðavík. Piff lauk svo með verðlaunaafhendingu í beinni útsendingu frá brugghúsinu Dokkunni í gærkvöldi. Þar voru mikil fagnaðarlæti innandyra og litríkur norðurljósadans utandyra, erlendu gestunum til mikillar ánægju.

Um 60 myndir af öllum stærðum og gerðum voru sýndar á hátíðinni en það var pólska myndin 25 Years of Innocense sem var valin besta myndin í fullri lengd. Um er að ræða glæpadrama sem byggir á raunverulegum atburðum sem hneyksluðu pólsku þjóðina. Hún fjallar um unga manninn Tomasz Komenda sem var ranglega sakaður og dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir nauðgun og morð á unglingsstúlku.

Íslenskar stúdentamyndir ásamt Thelmu kynni.

Aðrir sigurvegarar voru eftirfarandi:

Barnamyndir

Besta myndin: The Turnip

Íslenskar stúdentamyndir

Besta kvikmyndatakan: Ásta Jónína Arnardóttir – Downtown (Niðrí bæ)

Besti leikarinn: Halldóra Harðardóttir – Home (Brestir)

Besta myndin: Holes (Holur)

Írönsku leikkonurnar: Shakila Samawati og Nika Shahbazzadeh sem hlaut verðlaun sem besti leikarinn í stuttmyndum. Þær komu báðar frá Íran til að sækja hátíðina.

Teiknimyndir

Best Directing: Maxime Coton – Changing Skin

Best Picture: Prince in a Pastry Shop Documentaries

Best Directing: Katarzyna Warzecha – We Have One Heart

Best Picture: Beloved

Heimildamyndir

Besti leikstjórinn: Katarzyna Warzecha – We Have One Heart

Besta myndin: Beloved

Stuttmyndir

Besta handritið: Martin Strange-Hansen – On My Mind

Besta kvikmyndatakan Konrad Miklaszewski – Apple, Chicken, Pigeon

Besti aukaleikari: Ole Boisen – On My Mind

Besti leikarinn: Nika Shahbazzadeh – The Untouchable

Besti leikstjórinn: Xavier Seron – Squish

Besta myndin: Take and Run (Ala Kachuu)

Íranskar dúkkur: Tvær „stjörnur“ úr stuttmyndinni Doll Story komu alla leið frá Íran á hátíðina.

Kvikmyndir í fullri lengd

Besta handritið: 25 Years of Innocence

Besta kvikmyndatakan: Sol’s Journey

Besti aukaleikari: Ted Dykstra – Happy FKN Sunshine

Besti leikarinn: Ana José Aldrete – Sol’s Journey

Besti leikstjórinn: Pawo Choyning Dorji – Lunana: A Yak in a Classroom

Besta myndin: 25 Years of Innocence

Erlendu gestirnir.

Myndir: Thelma Hjaltadóttir.

DEILA