Ísafjörður: Tónlistarskólinn fær málverk að gjöf

Bergþór Pálsson skólastjóri og Gunnlaugur Jónasson með málverkið á milli sín. Mynd: tonis.is

Gunnlaugur Jónasson, Ísafirði kom færandi hendi og gaf Tónlistarskólanum innrammaða mynd af þekktum tónskáldum.  Myndin var gjöf foreldra Láru Steindórs Gísladóttur, eiginkonu Gunnlaugs, þeirra Gísla Júlíussonar skipstjóra á Fagranesinu og Bergrínar Jónsdóttur frá Skeggjastöðum í Fellum á Héraði.

Bergþór Pálsson, skólastjóri Tónlistarskólans greinir frá gjöfinni á vefsíðu skólans og fer fögrum orðum um Gunnlaug og hug hans til skólans.

Gunnlaugur hefur   alla tíð barist af einurð fyrir málum sem til framfara hafa þótt horfa, hann sat í stjórn Tónlistarfélagsins, var formaður nefndar um stofnun MÍ og í undirbúningsnefnd skíðalyftu svo nokkur dæmi séu nefnd.

DEILA