Ísafjörður: Tónlistarskólinn fær málverk að gjöf

Gunnlaugur Jónasson, Ísafirði kom færandi hendi og gaf Tónlistarskólanum innrammaða mynd af þekktum tónskáldum.  Myndin var gjöf foreldra Láru Steindórs Gísladóttur, eiginkonu Gunnlaugs, þeirra Gísla Júlíussonar skipstjóra á Fagranesinu og Bergrínar Jónsdóttur frá Skeggjastöðum í Fellum á Héraði.

Bergþór Pálsson, skólastjóri Tónlistarskólans greinir frá gjöfinni á vefsíðu skólans og fer fögrum orðum um Gunnlaug og hug hans til skólans.

Gunnlaugur hefur   alla tíð barist af einurð fyrir málum sem til framfara hafa þótt horfa, hann sat í stjórn Tónlistarfélagsins, var formaður nefndar um stofnun MÍ og í undirbúningsnefnd skíðalyftu svo nokkur dæmi séu nefnd.