Frankensleikir: Eiríkur Örn Norðdahl með nýja bók

Það eru ekki enn komin jól en það er að koma Hrekkjavaka – dagur alls þess sem er hræðilegt. Af því tilefni verður haldið útgáfuhóf í Edinborgarhúsinu fyrir barnahryllingsjólabókina Frankensleiki eftir Eirík Örn Norðdahl. Hófið fer fram í Bryggjusal, mánudaginn 31. október kl. 17:00.

Boðið verður upp á jólahryllingsköku og upplestur úr bókinni auk þess sem hljómsveitin Gosi mun leika nokkur jólalög í hræðilegum útsetningum. Bækur á sérstöku tilboðsverði!

Eiríkur Örn hefur sent frá sér skáldsögur og ljóðabækur , en nú kemur fyrsta barnabókin hans. Sagan er ríkulega myndlýst af Elíasi Rúna.


DEILA