TILKYNNING FRÁ ÍSLENSKUVÆNU SAMFÉLAGI

Frá göngu Tungumálatöfra sem Elíza Reid tók þátt í göngunni

Viltu nota íslensku? Hér er tækifærið!

Czy chcesz porozmawiać po islandzku. To Twoja szansa.

Do you want to use Icelendic? Here´s your chance!

27. september Talskipti:

Á þriðjudaginn verður staðið að Tandem-kvöldi í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði. Ertu erlend/ur og Vilt þú æfa þig í að tala íslensku? Ertu íslensk/ur og vilt æfa þig í að tala mál sem þú leggur stund á? Kannski þýsku, frönsku, ensku, dönsku , pólsku eða annað mál? Eða viltu læra frasa fyrir fríið?

Tandem eða talskipti fara þannig fram að fólk sem lærir íslensku hittir íslenska málhafa (eða fólk sem kann góð skil á málinu), það er málhafa sem vilja æfa sig að tala mál sem þeir læra eða hafa lært. Fyrri hópurinn hefur kannski ensku, þýsku, frönsku, rússnesku að móðurmáli. Allt snýst þetta um að hafa tækifæri til að nota málin, tækifæri til að æfa sig.

Þetta kvöld er stefnt á að leiða saman þessa hópa með það augnamið að upp úr því komi fólk sér saman um talskipti. Fyrrnefndi hópurinn mun aðallega samanstanda af nemendum M.Í. sem læra þýsku, frönsku, ensku eða dönsku, en allir eru auðvitað velkomnir. Nánari útlistun kemur til með að eiga sér stað á staðnum.

Viðburðurinn er haldinn í Háskólasetri Vestfjarða klukkan og hefst klukkan 17:30.

DEILA