Patreksfjörður: blúshátíðin hefst í kvöld

Blúshátíðin milli fjalls og fjöru á Patreksfirði verður 2. og 3. september n.k. Hátíðin fagnar 10 ára afmæli þann 2. sept, og verður því fagnað því á veglegan hátt. Hin heimsþekkta blússöngkona Karen Lovely frá Orlando í Bandaríkjunum kemur fram. Hún verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sviði blústónlistar, og unnið átta verðlaun síðan árið 2010.

Aðrir listamenn sem koma fram á hátíðinni er hljómsveitin Hvelfing sem skipuð er ungum útskriftarnemum úr F.Í.H, og kynntur er til leiks Patreksfirðingurinn Ríkharður Ingi Steinarsson hljómborðsleikari bandsins. Það verður gaman að fylgast með þessu unga fólki í framtíðinni. Þá verður einnig hljómsveitin Sisters of the moon sem skipuð er úrvali kvenna úr tónlistarheimi rokk, blús og klassík.

Kántryhljómsveit Kristina Bærentsen, sem er færeysk og hefur getið sér gott orð á sviði kántrytónlistar, mætir á svæðið, en þessi tegund tónlistar er náskyld blúsnum, fer því vel á tilbreytingunni.

Hátíðin er haldin í félagsheimilinu á Patreksfirði 2. og 3. sept 2022.

DEILA