ORGELKRAKKAHÁTÍÐ Í ÍSAFJARÐARKIRKJU

Fimmtudaginn 15. september og á föstudaginn 16. september fer fram Orgelkrakkahátíð í Ísafjarðarkirkju.
Þar gefst stórum sem smáum kostur á að kynnast orgelinu. Boðið er upp á smiðjur þar sem þátttakendur geta smíðað lítið orgel, pípu fyrir pípu og fá svo að prófa að spila á það. Einnig er í boði smiðja þar sem þátttakendur fá að prófa að spila á orgel Ísafjarðarkirkju. Ekki er nauðsynlegt að kunna á hljóðfæri til að geta verið með. Smiðjurnar verða báðar fimmtudag 15. september kl. 15:30 og 16:30. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið orgelkrakkar@gmail.com<mailto:orgelkrakkar@gmail.com> og hægt að skrá sig á báðar smiðjurnar.
Föstudaginn 16. september kl. 16:30 verða tónleikar fyrir alla fjölskylduna þar sem leikin verða þekkt orgelverk, lög úr kvikmyndum og Eurovisionslagarar. Organistarnir Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika á orgelið og kynnir verður Bergþór Pálsson.
Fyrir utan auglýsta dagskrá er yngsta stigi grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum boðið á sýninguna Lítil saga úr orgelhúsi á skólatíma.
Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar og allir hjartanlega velkomnir. Allar nánari upplýsingar má finna á facebook.com/orgelkrakkar<http://facebook.com/orgelkrakkar>.

DEILA