Aðalfundur Eldingar á morgun, mánudag

Vestfirðingar á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Félag smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, Elding, heldur aðalfund sinn á morgun, mánudaginn 19. september. Fundurinn verður á Hótel Ísafirði og hefst kl 16.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda verður á fundinum.

Veitingar í boði félagsins.

Formaður Eldingar er Kristján Andri Guðjónsson

DEILA