25. september 2022: Gönguferð Ferðafélags Ísfirðinga og íslenskuvæns samfélags

Næstkomandi sunnudag er á dagskrá gönguferð í Önundarfirði að Kálfseyri og um Flateyri. Gönguferðin er í samstarfi við Íslenskuvænt samfélag og Háskólasetur Vestfjarða og er ætlað að gefa þeim sem læra íslensku tækifæri til að nota hana. Jafnframt er ferðin auðvitað öllum opin og þá ekki síst almannakennurum. 

Fararstjóri Emil Emilsson. Lengd um 4 tímar. Upplestur, söngur og súpa í heimahúsi í boði. Mæting á Ísafirði við Nettó klukkan 09:00 eða Bónus klukkan 09:10. Bíllausir þurfa að skrá sig á reception@uw.is. Ferðin er að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að klæða sig vel. Verður kalt.

Nánari upplýsingar má fá í gegnum islenska(hja)uw.is eða í síma 8920799.

DEILA